Franski miðjumaðurinn Walid Abdelali hefur gert nýjan samning við Grindavík um að leika með félaginu út keppnistímabilið 2023.
Walid er 28 ára varnarsinnaður miðjumaður. Hann hefur lykilmaður á tímabilinu hjá Grindavík sem situr í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig í 9 leikjum.
„Það eru gleðitíðindi að Walid verði áfram með okkur til næstu ára. Hann hefur komið frábærlega inn í leikmannahópinn hjá okkur og á eftir að verða enn betri eftir sem líður á keppnistímabilið,“ segir Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur.
Grindavík á heimaleik gegn Aftureldingu á morgun í Lengjudeildinni og hefst leikurinn kl 19:15.
Athugasemdir