Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 05. ágúst 2020 17:30
Elvar Geir Magnússon
Ferran Torres: Vinn að því að verða sá besti
Ferran Torres hefur undanfarna mánuði verið orðaður við öll stórlið Evrópu en í gær var tilkynnt að hann væri genginn í raðir Manchester City.

Stjörnublaðamaðurinn Guillem Balague tók viðtal við þennan tvítuga vængmann á dögunum, þegar hann var enn leikmaður Valencia.

„Sem leikmaður þá tel ég mig vera metnaðarfullan, ég er leikmaður sem vill alltaf vinna. Þegar tíminn líður þá finnst mér ég vera tilbúinn að takast á við stærri áskoranir og breyta um umhverfi," sagði Torres.

„Sjálfur hugsa ég alltaf að ég sé sá besti, ég vil vera sá besti og vinn að því að verða bestur. Ef þú trúir því ekki sjálfur að þú getir orðið bestur þá mun enginn annar trúa því."

Hraði og hæfileikar Torres komu fljótt í ljós þegar hann var í yngri liðum Valencia. Þá er hann talinn með mikla leikgreind og er fljótur að taka ákvarðanir.
Athugasemdir
banner