
Agla María Albertsdóttir átti fínan leik með liði sínu Breiðablik þegar liðið fagnaði 3-0 sigri á Keflavík á Kópavogsvelli fyrr í kvöld. Agla María sem jafnframt fagnar afmæli sínu í dag gaf sér tíma til að ræða við fréttaritara Fótbolta.net að leik loknum.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 0 Keflavík
„Við vorum með mikla yfirburði og það munaði miklu að koma þessu marki inn í lok fyrri hálfleiks og svo fannst mér við bara vera með yfirburði í þessu. “ Sagði hún um leikinn en fyrsta mark leiksins kom með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks þegar Clara Sigurðardóttir kom boltanum í netið af stuttu færi.
Fyrir markið hafði Breiðablik farið illa með þó nokkur áltileg marktækifæri en var eitthvað farið að fara um Blikaliðið þegar ekkert gekk að nýta færin?
„Við vissum að það er alveg erfitt að skora á móti Keflavík og hefur verið undanfarið. Og af því tilefni átti ég að skila þessum sokk hérna til Gunna þjálfara Keflavíkur frá liðinu. Það er alltaf verið að tala um einhverja Keflavíkurgrýlu hjá liðinu og ágætt að geta þaggað niður í því.“ En sokkurinn er tilvísun í sokk sem Gunnar Magnús þjálfari Keflavíkur færði sérfræðingum Stöðvar 2 sport eftir sigur Keflavíkur á Breiðablik í 2.umferð mótsins.
Agla María sneri aftur til Blika eftir að EM lauk eftir dvöl hjá Hacken í Svíþjóð þar sem mínútur voru af skornum skammti og dvölin mögulega erfið.
„Erfiða og ekki erfiða það hafa örugglega margir verið í erfiðari málum og ég fékk alveg eitthvað að spila en ekki þessi 90 mínútur sem ég vildi fá. Það er bara frábært að spila hérna og þétt leikjaprógramm framundan þannig maður vonandi kemst í sitt besta form. “
Sagði Agla en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir