Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   fös 05. ágúst 2022 22:41
Sverrir Örn Einarsson
Agla María skilaði sokknum til Gunnars
Kvenaboltinn
Agla María Albertsdóttir
Agla María Albertsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Agla María Albertsdóttir átti fínan leik með liði sínu Breiðablik þegar liðið fagnaði 3-0 sigri á Keflavík á Kópavogsvelli fyrr í kvöld. Agla María sem jafnframt fagnar afmæli sínu í dag gaf sér tíma til að ræða við fréttaritara Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

„Við vorum með mikla yfirburði og það munaði miklu að koma þessu marki inn í lok fyrri hálfleiks og svo fannst mér við bara vera með yfirburði í þessu. “ Sagði hún um leikinn en fyrsta mark leiksins kom með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks þegar Clara Sigurðardóttir kom boltanum í netið af stuttu færi.

Fyrir markið hafði Breiðablik farið illa með þó nokkur áltileg marktækifæri en var eitthvað farið að fara um Blikaliðið þegar ekkert gekk að nýta færin?

„Við vissum að það er alveg erfitt að skora á móti Keflavík og hefur verið undanfarið. Og af því tilefni átti ég að skila þessum sokk hérna til Gunna þjálfara Keflavíkur frá liðinu. Það er alltaf verið að tala um einhverja Keflavíkurgrýlu hjá liðinu og ágætt að geta þaggað niður í því.“ En sokkurinn er tilvísun í sokk sem Gunnar Magnús þjálfari Keflavíkur færði sérfræðingum Stöðvar 2 sport eftir sigur Keflavíkur á Breiðablik í 2.umferð mótsins.

Agla María sneri aftur til Blika eftir að EM lauk eftir dvöl hjá Hacken í Svíþjóð þar sem mínútur voru af skornum skammti og dvölin mögulega erfið.

„Erfiða og ekki erfiða það hafa örugglega margir verið í erfiðari málum og ég fékk alveg eitthvað að spila en ekki þessi 90 mínútur sem ég vildi fá. Það er bara frábært að spila hérna og þétt leikjaprógramm framundan þannig maður vonandi kemst í sitt besta form. “


Sagði Agla en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner