De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fös 05. ágúst 2022 22:41
Sverrir Örn Einarsson
Agla María skilaði sokknum til Gunnars
Kvenaboltinn
Agla María Albertsdóttir
Agla María Albertsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Agla María Albertsdóttir átti fínan leik með liði sínu Breiðablik þegar liðið fagnaði 3-0 sigri á Keflavík á Kópavogsvelli fyrr í kvöld. Agla María sem jafnframt fagnar afmæli sínu í dag gaf sér tíma til að ræða við fréttaritara Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

„Við vorum með mikla yfirburði og það munaði miklu að koma þessu marki inn í lok fyrri hálfleiks og svo fannst mér við bara vera með yfirburði í þessu. “ Sagði hún um leikinn en fyrsta mark leiksins kom með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks þegar Clara Sigurðardóttir kom boltanum í netið af stuttu færi.

Fyrir markið hafði Breiðablik farið illa með þó nokkur áltileg marktækifæri en var eitthvað farið að fara um Blikaliðið þegar ekkert gekk að nýta færin?

„Við vissum að það er alveg erfitt að skora á móti Keflavík og hefur verið undanfarið. Og af því tilefni átti ég að skila þessum sokk hérna til Gunna þjálfara Keflavíkur frá liðinu. Það er alltaf verið að tala um einhverja Keflavíkurgrýlu hjá liðinu og ágætt að geta þaggað niður í því.“ En sokkurinn er tilvísun í sokk sem Gunnar Magnús þjálfari Keflavíkur færði sérfræðingum Stöðvar 2 sport eftir sigur Keflavíkur á Breiðablik í 2.umferð mótsins.

Agla María sneri aftur til Blika eftir að EM lauk eftir dvöl hjá Hacken í Svíþjóð þar sem mínútur voru af skornum skammti og dvölin mögulega erfið.

„Erfiða og ekki erfiða það hafa örugglega margir verið í erfiðari málum og ég fékk alveg eitthvað að spila en ekki þessi 90 mínútur sem ég vildi fá. Það er bara frábært að spila hérna og þétt leikjaprógramm framundan þannig maður vonandi kemst í sitt besta form. “


Sagði Agla en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner