Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fös 05. ágúst 2022 22:43
Haraldur Örn Haraldsson
Alfreð Elías: Ég er bara sjokkeraður
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Alfreð Elías Jóhansson þjálfari Grindavíkur var svekktur eftir að liðið hans tapaði 5-2 gegn Fylki í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  2 Grindavík

Ég er bara sjokkeraður eftir mjög góða frammistöðu í fyrri hálfleik. Þetta var algjörlega svart og hvítt."

Grindavík var leiddi í fyrri hálfleik 2-1 en misstu svo algjörlega tök á leiknum í þeim seinni.

„Það virðist vera eitthvað, við fáum á okkur mörk á stuttum tíma og það er ekki að gerast í fyrsta skipti í sumar. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og betrumbæta en þetta var dálítið skrýtinn leikur, mér fannst við vera með þá í fyrri hálfleik en þeir voru alveg með okkur í seinni hálfleik."

Grindavík er með 17 stig í 9. sæti og munu líkast til enda einhverstaðar í miðjupakkanum í sumar. Þegar 7 leikir eru eftir af mótinu er spurningin hvað er eftir að spila fyrir.

„Við erum bara í vissri vegferð og við viljum bæta okkar leik í því sem við erum að gera. Mér fannst við gera vel í fyrri hálfleik, að spila á miklu og háu tempói og fórum dálítið á þá. Þeir voru fannst mér búnir að lesa okkur í seinni hálfleik og við vorum of lengi að bregðast við því og það er eitthvað sem við þurfum að vera klókari að gera, að fylla í þessi göt sem að opnast hjá okkur og við verðum að vera klókari að gera það sem lið."

Guðjón Pétur Lýðsson kom til félagsins á dögunum og það hafa verið ákveðnar sögur um að hann hafi verið fenginn til þess að gera atlögu á að fara upp á næsta tímabili. Er því kannski bara verið að hugsa um næsta tímabil nú þegar í Grindavík?

„Ég var ráðinn inn í Grindavík með 4-5 ára plan þannig hvort það sé Guðjón Pétur eða einhver annar. Við erum alltaf að hugsa til framtíðar og reyna að gera eins vel fyrir Grindavík okkar klúbb og hann er einn lykill að því"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner