Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   fös 05. ágúst 2022 22:43
Haraldur Örn Haraldsson
Alfreð Elías: Ég er bara sjokkeraður
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Alfreð Elías Jóhansson þjálfari Grindavíkur var svekktur eftir að liðið hans tapaði 5-2 gegn Fylki í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  2 Grindavík

Ég er bara sjokkeraður eftir mjög góða frammistöðu í fyrri hálfleik. Þetta var algjörlega svart og hvítt."

Grindavík var leiddi í fyrri hálfleik 2-1 en misstu svo algjörlega tök á leiknum í þeim seinni.

„Það virðist vera eitthvað, við fáum á okkur mörk á stuttum tíma og það er ekki að gerast í fyrsta skipti í sumar. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og betrumbæta en þetta var dálítið skrýtinn leikur, mér fannst við vera með þá í fyrri hálfleik en þeir voru alveg með okkur í seinni hálfleik."

Grindavík er með 17 stig í 9. sæti og munu líkast til enda einhverstaðar í miðjupakkanum í sumar. Þegar 7 leikir eru eftir af mótinu er spurningin hvað er eftir að spila fyrir.

„Við erum bara í vissri vegferð og við viljum bæta okkar leik í því sem við erum að gera. Mér fannst við gera vel í fyrri hálfleik, að spila á miklu og háu tempói og fórum dálítið á þá. Þeir voru fannst mér búnir að lesa okkur í seinni hálfleik og við vorum of lengi að bregðast við því og það er eitthvað sem við þurfum að vera klókari að gera, að fylla í þessi göt sem að opnast hjá okkur og við verðum að vera klókari að gera það sem lið."

Guðjón Pétur Lýðsson kom til félagsins á dögunum og það hafa verið ákveðnar sögur um að hann hafi verið fenginn til þess að gera atlögu á að fara upp á næsta tímabili. Er því kannski bara verið að hugsa um næsta tímabil nú þegar í Grindavík?

„Ég var ráðinn inn í Grindavík með 4-5 ára plan þannig hvort það sé Guðjón Pétur eða einhver annar. Við erum alltaf að hugsa til framtíðar og reyna að gera eins vel fyrir Grindavík okkar klúbb og hann er einn lykill að því"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner