Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 05. ágúst 2022 22:43
Haraldur Örn Haraldsson
Alfreð Elías: Ég er bara sjokkeraður
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Alfreð Elías Jóhansson þjálfari Grindavíkur var svekktur eftir að liðið hans tapaði 5-2 gegn Fylki í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  2 Grindavík

Ég er bara sjokkeraður eftir mjög góða frammistöðu í fyrri hálfleik. Þetta var algjörlega svart og hvítt."

Grindavík var leiddi í fyrri hálfleik 2-1 en misstu svo algjörlega tök á leiknum í þeim seinni.

„Það virðist vera eitthvað, við fáum á okkur mörk á stuttum tíma og það er ekki að gerast í fyrsta skipti í sumar. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og betrumbæta en þetta var dálítið skrýtinn leikur, mér fannst við vera með þá í fyrri hálfleik en þeir voru alveg með okkur í seinni hálfleik."

Grindavík er með 17 stig í 9. sæti og munu líkast til enda einhverstaðar í miðjupakkanum í sumar. Þegar 7 leikir eru eftir af mótinu er spurningin hvað er eftir að spila fyrir.

„Við erum bara í vissri vegferð og við viljum bæta okkar leik í því sem við erum að gera. Mér fannst við gera vel í fyrri hálfleik, að spila á miklu og háu tempói og fórum dálítið á þá. Þeir voru fannst mér búnir að lesa okkur í seinni hálfleik og við vorum of lengi að bregðast við því og það er eitthvað sem við þurfum að vera klókari að gera, að fylla í þessi göt sem að opnast hjá okkur og við verðum að vera klókari að gera það sem lið."

Guðjón Pétur Lýðsson kom til félagsins á dögunum og það hafa verið ákveðnar sögur um að hann hafi verið fenginn til þess að gera atlögu á að fara upp á næsta tímabili. Er því kannski bara verið að hugsa um næsta tímabil nú þegar í Grindavík?

„Ég var ráðinn inn í Grindavík með 4-5 ára plan þannig hvort það sé Guðjón Pétur eða einhver annar. Við erum alltaf að hugsa til framtíðar og reyna að gera eins vel fyrir Grindavík okkar klúbb og hann er einn lykill að því"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner