Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   fös 05. ágúst 2022 22:43
Haraldur Örn Haraldsson
Alfreð Elías: Ég er bara sjokkeraður
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Alfreð Elías Jóhansson þjálfari Grindavíkur var svekktur eftir að liðið hans tapaði 5-2 gegn Fylki í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  2 Grindavík

Ég er bara sjokkeraður eftir mjög góða frammistöðu í fyrri hálfleik. Þetta var algjörlega svart og hvítt."

Grindavík var leiddi í fyrri hálfleik 2-1 en misstu svo algjörlega tök á leiknum í þeim seinni.

„Það virðist vera eitthvað, við fáum á okkur mörk á stuttum tíma og það er ekki að gerast í fyrsta skipti í sumar. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og betrumbæta en þetta var dálítið skrýtinn leikur, mér fannst við vera með þá í fyrri hálfleik en þeir voru alveg með okkur í seinni hálfleik."

Grindavík er með 17 stig í 9. sæti og munu líkast til enda einhverstaðar í miðjupakkanum í sumar. Þegar 7 leikir eru eftir af mótinu er spurningin hvað er eftir að spila fyrir.

„Við erum bara í vissri vegferð og við viljum bæta okkar leik í því sem við erum að gera. Mér fannst við gera vel í fyrri hálfleik, að spila á miklu og háu tempói og fórum dálítið á þá. Þeir voru fannst mér búnir að lesa okkur í seinni hálfleik og við vorum of lengi að bregðast við því og það er eitthvað sem við þurfum að vera klókari að gera, að fylla í þessi göt sem að opnast hjá okkur og við verðum að vera klókari að gera það sem lið."

Guðjón Pétur Lýðsson kom til félagsins á dögunum og það hafa verið ákveðnar sögur um að hann hafi verið fenginn til þess að gera atlögu á að fara upp á næsta tímabili. Er því kannski bara verið að hugsa um næsta tímabil nú þegar í Grindavík?

„Ég var ráðinn inn í Grindavík með 4-5 ára plan þannig hvort það sé Guðjón Pétur eða einhver annar. Við erum alltaf að hugsa til framtíðar og reyna að gera eins vel fyrir Grindavík okkar klúbb og hann er einn lykill að því"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner