Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   fös 05. ágúst 2022 22:43
Haraldur Örn Haraldsson
Alfreð Elías: Ég er bara sjokkeraður
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Alfreð Elías Jóhansson þjálfari Grindavíkur var svekktur eftir að liðið hans tapaði 5-2 gegn Fylki í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  2 Grindavík

Ég er bara sjokkeraður eftir mjög góða frammistöðu í fyrri hálfleik. Þetta var algjörlega svart og hvítt."

Grindavík var leiddi í fyrri hálfleik 2-1 en misstu svo algjörlega tök á leiknum í þeim seinni.

„Það virðist vera eitthvað, við fáum á okkur mörk á stuttum tíma og það er ekki að gerast í fyrsta skipti í sumar. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og betrumbæta en þetta var dálítið skrýtinn leikur, mér fannst við vera með þá í fyrri hálfleik en þeir voru alveg með okkur í seinni hálfleik."

Grindavík er með 17 stig í 9. sæti og munu líkast til enda einhverstaðar í miðjupakkanum í sumar. Þegar 7 leikir eru eftir af mótinu er spurningin hvað er eftir að spila fyrir.

„Við erum bara í vissri vegferð og við viljum bæta okkar leik í því sem við erum að gera. Mér fannst við gera vel í fyrri hálfleik, að spila á miklu og háu tempói og fórum dálítið á þá. Þeir voru fannst mér búnir að lesa okkur í seinni hálfleik og við vorum of lengi að bregðast við því og það er eitthvað sem við þurfum að vera klókari að gera, að fylla í þessi göt sem að opnast hjá okkur og við verðum að vera klókari að gera það sem lið."

Guðjón Pétur Lýðsson kom til félagsins á dögunum og það hafa verið ákveðnar sögur um að hann hafi verið fenginn til þess að gera atlögu á að fara upp á næsta tímabili. Er því kannski bara verið að hugsa um næsta tímabil nú þegar í Grindavík?

„Ég var ráðinn inn í Grindavík með 4-5 ára plan þannig hvort það sé Guðjón Pétur eða einhver annar. Við erum alltaf að hugsa til framtíðar og reyna að gera eins vel fyrir Grindavík okkar klúbb og hann er einn lykill að því"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner