Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 05. ágúst 2022 17:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 2. sæti - „Sjáumst í rútunni"
Liverpool
Darwin Nunez er mættur til Liverpool.
Darwin Nunez er mættur til Liverpool.
Mynd: EPA
Klopp er magnaður stjóri.
Klopp er magnaður stjóri.
Mynd: EPA
Virgil van Dijk er besti miðvörður í heimi.
Virgil van Dijk er besti miðvörður í heimi.
Mynd: Getty Images
Fabinho er gríðarlega góður leikmaður.
Fabinho er gríðarlega góður leikmaður.
Mynd: EPA
Fabinho Carvalho er spennandi leikmaður.
Fabinho Carvalho er spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Baldur Kristjánsson, varaformaður Liverpool Samfélagsins.
Baldur Kristjánsson, varaformaður Liverpool Samfélagsins.
Mynd: Úr einkasafni
Salah er súperstjarna.
Salah er súperstjarna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool tók bikartvennu á síðustu leiktíð.
Liverpool tók bikartvennu á síðustu leiktíð.
Mynd: EPA
Í dag byrjar veislan, enska úrvalsdeildin hefst klukkan 19:00 með leik Crystal Palace og Arsenal.

Líkt og síðustu ár, þá höfum við kynnt liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við höfum líka heyrt í stuðningsfólki hvers lið og tekið púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Í öðru sæti í spánni er Liverpool.

Um Liverpool: Síðustu ár hafa verið stórkostleg fyrir félagið undir stjórn þýska snillingsins Jurgen Klopp. Á tímabili í fyrra var útlit fyrir að fernan væri góður möguleiki en á endanum var niðurstaðan bikartvenna. Samt sem áður var tímabilið mjög gott heilt yfir í Liverpool, eitthvað til að byggja á fyrir tímabilið sem er framundan. Það er búist við því að aftur verði Liverpool og Manchester City í algjörum sérflokki í deildinni.

Félagaskiptaglugginn hefur verið áhugaverður hjá Liverpool og bíður fólk sérlega spennt fyrir því að sjá hvað Darwin Nunez muni gera í deildinni. Sadio Mane fór, en Liverpool er búið að endurnýja sóknarlínu sína mjög vel virðist vera.

Komnir:
Darwin Núñez frá Benfica - 64,3 milljónir punda
Fábio Carvalho frá Fulham - 5 milljónir punda
Calvin Ramsay frá Aberdeen - 4 milljónir punda

Farnir:
Sadio Mané til Bayern München - 28 milljónir punda
Neco Williams til Nottingham Forest - 16 milljónir punda
Takumi Minamino til Mónakó - 15,5 milljónir punda
Ben Davies til Rangers - óuppgefið kaupverð
Tyler Morton til Blackburn - á láni
Rhys Williams til Blackpool - á láni
Sheyi Ojo til Cardiff - frítt
Anderson Arroyo til Alaves - á láni
Divock Origi til AC Milan - frítt
Ben Woodburn til Preston - frítt
Billy Koumetio til Austria Vín - á láni
Loris Karius fékk ekki nýjan samning

Lykilmenn: Virgil van Dijk, Fabinho og Mohamed Salah eru þrír mikilvægustu leikmennirnir ef undirritaður þyrfti að velja. Van Dijk er besti miðvörður í heimi, Fabinho er akkerið á miðjunni sem getur leyst nánast öll hlutverk á vellinum og Salah er súperstjarna liðsins. Það væri líka hægt að nefna svo marga leikmenn hérna, liðið er ógnarsterkt.



Varð alveg gallharður Jason McAteer maður í kjölfarið
Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson er varaformaður Liverpool Samfélagsins. Við fengum hann til þess að svara nokkrum spurningum.

Ég byrjaði að halda með Liverpool af því að... Kristján Sigurður Fjeldsted Jónsson, yngri flokka þjálfari með meiru og goðsögn, byrjaði að þjálfa okkur Þróttarana í 5. flokki. Maður var ekki öruggur með sæti í liðinu nema halda með Liverpool. Varð alveg gallharður Jason McAteer maður í kjölfarið.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil og hvernig líst þér á tímabilið sem framundan er? Tveir málmar ættu að teljast nokkuð gott en við í Samfélaginu erum orðin ansi kröfuhörð og hefðum viljað sjá annan af þeim stóru detta líka. En við erum með breitt bak og ég vil meina að þetta hafi sett blóð á tennurnar fyrir þetta tímabil.

Hefur þú farið út til Englands að sjá þitt lið spila? Ef svo er, hvernig er það? Hef farið þrisvar sinnum á Liverpool vs. Manchester United og 100% vinningshlutfall.

Á líka tapleik á ferilskránni en það var síðasti leikurinn sem var spilaður fyrir Covid, á móti Atletico Madrid í Champions League 2020. Svo fór ég á City vs. Liverpool á síðasta tímabili sem fór 3-3.
Þrátt fyrir að það hafi verið algjör lykilleikur í lok tímabils þá var ótrúlegt að sjá muninn á stemmningunni á Etihad vs. Anfield. Það er einhver andi sem svífur yfir Anfield sem erfitt er að útskýra. Nauðsynlegt líka að fara á Park og hella aðeins í sig fyrir leik.

Uppáhalds leikmaðurinn í liðinu í dag? Alisson Becker. Ég er stór á 'goalkeeper nation' vagninum. Alveg fáránlega góður markmaður og ekki síðri skallamaður. Þegar Samfélagið var með Liverpool Messuna í Seljakirkju þá fann maður hreinlega fyrir návist hans.

Leikmaður sem þú myndir vilja losna við? Það mun vera Adrian, þriðji markvörður okkar. Hann gjörsamlega skeit þegar ég var í KOP stúkunni á móti Atletico Madrid. Alltaf geggjað peppaður á samfélagsmiðlum en samt er hann bara svo mikill auli. Við erum með Lord Kelleher sem er ekki bara með besta endurskoðenda lúkk sem ég hef séð, heldur líka drullufínn 'backup' fyrir Alisson.

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur? Fabio Carvalho. Lítill án þess að vera tittaveikur™️ eins og Shaqiri var. Held að Jürgen Norbert Klopp sé að búa til skrímsli úr honum.

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja... Veit að hann er ekki skráður EPL lið en myndi vilja fá Sóla Hólm á bekkinn. Allir hugsa að hann yrði frábær í klefanum en ég er líka að hugsa um æfingasvæðið. Hann er lúmskur í löppunum - bara að muna að gefa beint í fætur meðfram jörðinni - og 'clinical finisher'. Þannig unnum við árgangamót Þróttar. Svo er hann líka fimm barna faðir í Vesturbænum þannig að það væri væri fínt að styrkja fjölskylduna - sem reyndar býr í skuldlausu einbýlishúsi við sjávarsíðuna í Vesturbænum.

Ertu ánægður með knattspyrnustjórann? Jürgen Klopp er augljóslega algjör übermench. Þegar hann skrifaði undir samning til 2026 þá vissi ég að lífsgæði mín næstu fjögur árin verða góð.

Hversu mörg mörk er Darwin Nunez að fara að skora? 27 samtals í öllum keppnum. Mun taka nokkrar góðar þrennur og tvennur í bikarkeppnunum og svo mun hann malla þeim inn í PL/CL.

Í hvaða sæti mun Liverpool enda á tímabilinu? Fyrsta sæti. Við höfum þjáðst í mörg ár en samt alltaf verið stórir og trúað því að þetta sé okkar ár. Og nú er svo sannarlega ástæða fyrir því. Ég, sem varaformaður Samfélagsins, lofa open bus þegar við vinnum. Covid tók það frá okkur þegar við unnum 2020 en það mun ekkert stoppa okkur í ár.

Sjáumst í rútunni. YNWA




Hér fyrir neðan má svo sjá hvernig spá fréttafólks Fótbolta.net lítur út.

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1.
2. Liverpool, 190 stig
3. Tottenham, 175 stig
4. Manchester United, 164 stig
5. Arsenal, 163 stig
6. Chelsea, 160 stig
7. West Ham, 133 stig
8. Leicester, 123 stig
9. Newcastle, 115 stig
10. Aston Villa, 99 stig
11. Wolves, 96 stig
12. Brighton, 94 stig
13. Crystal Palace, 90 stig
14. Everton, 61 stig
15. Southampton, 55 stig
16. Leeds, 53 stig
17. Fulham, 43 stig
18. Brentford, 42 stig
19. Nottingham Forest, 35 stig
20. Bournemouth, 11 stig
Enski boltinn - Liverpool samfélagið aldrei verið veikara
Athugasemdir
banner
banner
banner