Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 05. ágúst 2022 23:14
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll um mark Emils: Með betri mörkum sem hefur verið skorað hér
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var hæstánægður eftir að liðið hans sigraði Grindavík 5-2 á heimavelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  2 Grindavík

„Ég er bara stoltur af drengjunum, bara mjög góð frammistaða svona heilt yfir í þessum leik og sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum aðeins undir í baráttunni í fyrri hálfleiknum, Grindvíkingar vorum með djöfulsins pressu og helvítis læti í þeim en síðan ræddum við það bara í hálfleik og komum sterkir inn í seinni hálfleikinn. Við vorum aggressívir og gáfum Grindavík lítinn tíma og síðan bara skorum við frábær mörk og bara völtuðum yfir þá, það er bara þannig."

Emil Ásmundss skoraði 2-2 jöfnunarmarkið og það var svo sannarlega af betri gerðinni.

„Þetta er bara með betri mörkum sem hefur verið skorað hérna, þetta var bara glæsilegt og gaman af því hvað Emil er að koma sterkur inn og bara frábært fyrir hann eftir langan tíma í meiðslum og það er bara frábært fyrir okkur en hin 3 mörkin voru líka glæsileg."

Óskar Borgþórsson kemur inná í leiknum með miklum krafti og gerir 2 stoðsendingar, vægast sagt góð innkoma.

„Bara frábær (innkoma) og þetta vill maður sjá sem þjálfari að leikmenn komi af bekknum og hafi áhrif á leikinn og það gerðu þeir svo sannarlega þeir sem komu inn. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir okkar lið og liðsheild að menn séu klárir í það að sitja á bekknum, koma inn og leggja sig fram."

Fylkir er með 9 stiga forskot á næsta lið og sitja í 2. sæti. Margir vilja meina að mótið sé búið og bara spurning hver vinnur deildina.

„Nei, þetta verður fljótt að breytast ef þú heldur ekki haus þannig við tökum bara einn leik í einu og sjáum hvernig þetta endar 17. september. Við erum ekkert að fara fram úr okkur, þetta er bara mjög erfið deild og mörg mjög góð lið í þessari deild, hver einasti leikur er mjög erfiður og við megum ekki halda það að eitthvað sé komið við þurfum að eiga góða leiki það sem eftir er og síðan sjáum við til hvernig þetta endar. Þetta er ekkert búið fyrir fimm aura."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner