Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 05. ágúst 2022 23:14
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll um mark Emils: Með betri mörkum sem hefur verið skorað hér
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var hæstánægður eftir að liðið hans sigraði Grindavík 5-2 á heimavelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  2 Grindavík

„Ég er bara stoltur af drengjunum, bara mjög góð frammistaða svona heilt yfir í þessum leik og sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum aðeins undir í baráttunni í fyrri hálfleiknum, Grindvíkingar vorum með djöfulsins pressu og helvítis læti í þeim en síðan ræddum við það bara í hálfleik og komum sterkir inn í seinni hálfleikinn. Við vorum aggressívir og gáfum Grindavík lítinn tíma og síðan bara skorum við frábær mörk og bara völtuðum yfir þá, það er bara þannig."

Emil Ásmundss skoraði 2-2 jöfnunarmarkið og það var svo sannarlega af betri gerðinni.

„Þetta er bara með betri mörkum sem hefur verið skorað hérna, þetta var bara glæsilegt og gaman af því hvað Emil er að koma sterkur inn og bara frábært fyrir hann eftir langan tíma í meiðslum og það er bara frábært fyrir okkur en hin 3 mörkin voru líka glæsileg."

Óskar Borgþórsson kemur inná í leiknum með miklum krafti og gerir 2 stoðsendingar, vægast sagt góð innkoma.

„Bara frábær (innkoma) og þetta vill maður sjá sem þjálfari að leikmenn komi af bekknum og hafi áhrif á leikinn og það gerðu þeir svo sannarlega þeir sem komu inn. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir okkar lið og liðsheild að menn séu klárir í það að sitja á bekknum, koma inn og leggja sig fram."

Fylkir er með 9 stiga forskot á næsta lið og sitja í 2. sæti. Margir vilja meina að mótið sé búið og bara spurning hver vinnur deildina.

„Nei, þetta verður fljótt að breytast ef þú heldur ekki haus þannig við tökum bara einn leik í einu og sjáum hvernig þetta endar 17. september. Við erum ekkert að fara fram úr okkur, þetta er bara mjög erfið deild og mörg mjög góð lið í þessari deild, hver einasti leikur er mjög erfiður og við megum ekki halda það að eitthvað sé komið við þurfum að eiga góða leiki það sem eftir er og síðan sjáum við til hvernig þetta endar. Þetta er ekkert búið fyrir fimm aura."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner