Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   fös 05. ágúst 2022 23:14
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll um mark Emils: Með betri mörkum sem hefur verið skorað hér
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var hæstánægður eftir að liðið hans sigraði Grindavík 5-2 á heimavelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  2 Grindavík

„Ég er bara stoltur af drengjunum, bara mjög góð frammistaða svona heilt yfir í þessum leik og sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum aðeins undir í baráttunni í fyrri hálfleiknum, Grindvíkingar vorum með djöfulsins pressu og helvítis læti í þeim en síðan ræddum við það bara í hálfleik og komum sterkir inn í seinni hálfleikinn. Við vorum aggressívir og gáfum Grindavík lítinn tíma og síðan bara skorum við frábær mörk og bara völtuðum yfir þá, það er bara þannig."

Emil Ásmundss skoraði 2-2 jöfnunarmarkið og það var svo sannarlega af betri gerðinni.

„Þetta er bara með betri mörkum sem hefur verið skorað hérna, þetta var bara glæsilegt og gaman af því hvað Emil er að koma sterkur inn og bara frábært fyrir hann eftir langan tíma í meiðslum og það er bara frábært fyrir okkur en hin 3 mörkin voru líka glæsileg."

Óskar Borgþórsson kemur inná í leiknum með miklum krafti og gerir 2 stoðsendingar, vægast sagt góð innkoma.

„Bara frábær (innkoma) og þetta vill maður sjá sem þjálfari að leikmenn komi af bekknum og hafi áhrif á leikinn og það gerðu þeir svo sannarlega þeir sem komu inn. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir okkar lið og liðsheild að menn séu klárir í það að sitja á bekknum, koma inn og leggja sig fram."

Fylkir er með 9 stiga forskot á næsta lið og sitja í 2. sæti. Margir vilja meina að mótið sé búið og bara spurning hver vinnur deildina.

„Nei, þetta verður fljótt að breytast ef þú heldur ekki haus þannig við tökum bara einn leik í einu og sjáum hvernig þetta endar 17. september. Við erum ekkert að fara fram úr okkur, þetta er bara mjög erfið deild og mörg mjög góð lið í þessari deild, hver einasti leikur er mjög erfiður og við megum ekki halda það að eitthvað sé komið við þurfum að eiga góða leiki það sem eftir er og síðan sjáum við til hvernig þetta endar. Þetta er ekkert búið fyrir fimm aura."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner