Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 05. ágúst 2022 23:14
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll um mark Emils: Með betri mörkum sem hefur verið skorað hér
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var hæstánægður eftir að liðið hans sigraði Grindavík 5-2 á heimavelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  2 Grindavík

„Ég er bara stoltur af drengjunum, bara mjög góð frammistaða svona heilt yfir í þessum leik og sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum aðeins undir í baráttunni í fyrri hálfleiknum, Grindvíkingar vorum með djöfulsins pressu og helvítis læti í þeim en síðan ræddum við það bara í hálfleik og komum sterkir inn í seinni hálfleikinn. Við vorum aggressívir og gáfum Grindavík lítinn tíma og síðan bara skorum við frábær mörk og bara völtuðum yfir þá, það er bara þannig."

Emil Ásmundss skoraði 2-2 jöfnunarmarkið og það var svo sannarlega af betri gerðinni.

„Þetta er bara með betri mörkum sem hefur verið skorað hérna, þetta var bara glæsilegt og gaman af því hvað Emil er að koma sterkur inn og bara frábært fyrir hann eftir langan tíma í meiðslum og það er bara frábært fyrir okkur en hin 3 mörkin voru líka glæsileg."

Óskar Borgþórsson kemur inná í leiknum með miklum krafti og gerir 2 stoðsendingar, vægast sagt góð innkoma.

„Bara frábær (innkoma) og þetta vill maður sjá sem þjálfari að leikmenn komi af bekknum og hafi áhrif á leikinn og það gerðu þeir svo sannarlega þeir sem komu inn. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir okkar lið og liðsheild að menn séu klárir í það að sitja á bekknum, koma inn og leggja sig fram."

Fylkir er með 9 stiga forskot á næsta lið og sitja í 2. sæti. Margir vilja meina að mótið sé búið og bara spurning hver vinnur deildina.

„Nei, þetta verður fljótt að breytast ef þú heldur ekki haus þannig við tökum bara einn leik í einu og sjáum hvernig þetta endar 17. september. Við erum ekkert að fara fram úr okkur, þetta er bara mjög erfið deild og mörg mjög góð lið í þessari deild, hver einasti leikur er mjög erfiður og við megum ekki halda það að eitthvað sé komið við þurfum að eiga góða leiki það sem eftir er og síðan sjáum við til hvernig þetta endar. Þetta er ekkert búið fyrir fimm aura."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner