Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   lau 05. ágúst 2023 16:36
Arnar Laufdal Arnarsson
Eiður Aron: Ætli við verðum ekki í brekku áfram alla helgina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er ógeðslega pirrandi. Þetta var lokaður leikur og bara glatað," sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson varnarmaður ÍBV eftir 0 - 2 tap gegn Stjörnunni í Þjóðhátíðarleiknum í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  2 Stjarnan

„Það er bara áfram með þetta. Það lenda allir í mótlæti en við erum ekkert að gefast upp," sagði hann.

Eyjamenn fóru tvisvar fram á að fá vítaspyrnu í leiknum en fengu ekki. Eiður var spurður hvort þeim liði eins og þeir hafi verið rændir í dag?

„Við áttum að fá tvö víti eins og ég sá þetta. Tvö víti!" sagði Eiður en fyrra markið kom þegar leikurinn var lokaður. Átti ÍBV að gera betur þar?

„Já þeir skora svo við eigum að geta gert betur. Þetta gerist hratt og það kemur langur bolti sem dettur fyrir Joey og svo er hann einhvern veginn inni. Það er röð af mistökum sem verða að marki hjá þeim."

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Jamaíka var á svæðinu í eyjum í dag. Er hann farinn að aðstoða liðið?

„Hann er til halds þegar hann er í eyjum, Hemmi var í banni í dag og Heimir lætur sjá sig á æfingum og er alltaf í kringum liðið. Hann kemur með ákveðna vídd inn í þetta hjá okkur en hann er enginn seiðkall. Hemmi og Niko eru búnir að leggja grunn fyrir okkur en þegar Heimir kemur leggur hann til eitthvað sem hann sér að laga. Það hjálpast allir að hérna."

Leikurinn fer fram á Þjóðhátíð og Eiður var spurður hvernig helgin yrði það sem eftir lifir?

„Þú talaðir um að við værum í brekku, ætli verðum ekki í brekku áfram alla helgina," sagði Eiður að lokum og hló.


Athugasemdir
banner
banner
banner