Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   mán 05. ágúst 2024 16:15
Sölvi Haraldsson
Fullkrug í West Ham (Staðfest)
Fullkrug er mættur í austurhluta Lundúna.
Fullkrug er mættur í austurhluta Lundúna.
Mynd: Sölvi Haraldsson
Niclas Fullkrug er orðinn leikmaður West Ham United en þetta staðfesti félagið í dag.

Þýski framherjinn kemur til West Ham fyrir 27.5 milljónir punda og skrifar hann undir fjögurra ára samning við austur Lundúna liðið.

Fullkrug fór til Dortmund í fyrra frá Werden Bremen en þá var West Ham einnig á eftir honum. Hann er 31 árs og skoraði 15 mörk í 43 leikjum fyrir Dortmund í fyrra.

Það er mikil tilhlökkun í framherjanum að byrja leiktíðina og byrja að skora fyrir West Ham.

Ég get ekki beðið eftir að byrja að spila fótbolta með nýju liðsfélögum mínum. Mér finnst enska úrvalsdeildin besta deild í heiminum í dag. Ég held að þetta skref hafi verið hárrétt að fara í þessa deild og spila fyrir félag eins og West Ham.‘ sagði Fullkrug og bætti svo við.

Ég er spenntur að spila undir þjálfaranum (Lopetegui), ég held að leikstíllinn hans henti mér mjög vel og það er gífurlega mikilvægt. Ég er líka spenntur að hitta stuðningsmenn West Ham. Ég hef alltaf átt gott samband við stuðningsmenn og get ekki beðið að hitta þá hér. Ég vil bara fara út á völl og spila fótbolta.‘ sagði Fullkrug eftir undirskriftina í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner