Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mán 05. ágúst 2024 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
PSG og Frankfurt að ná samkomulagi
Mynd: EPA

PSG og Frankfurt eru að ná samkomulagi um kaup og kjör á varnarmanninum WIllian Pacho.


Pacho mun gera 5 ára samning við PSG en franska félagið mun borga 45 milljónir evra fyrir hann. Pacho er 22 ára gamall miðvörður en hann hefur spilað 15 landsleiki fyrir hönd Ekvador.

Florian Plettenberg hjá Sky Sports í Þýskalandi greinir frá því að hann muni gangast undir læknisskoðun í vikunni.

Hann yrði þá annar leikmaðurinn sem liðið fær til sín í vikunni en féelagið staðfesti í dag að Joao Neves væri genginn til liðs við félagið frá Benfica fyrir rúmar 60 milljónir evra.


Athugasemdir
banner
banner
banner