Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   mán 05. ágúst 2024 19:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Yoro fór í aðgerð - Frá í þrjá mánuði
Mynd: Getty Images

Leny Yoro, miðvörður Manchester United, hefur gengist undir aðgerð á fæti og verður frá næstu þrjá mánuðina.


Yoro er 18 ára gamall en hann gekk til liðs við félagið frá Lille fyrir tæplega 60 milljónir punda.

Hann meiddist í æfingaleik í síðasta mánuði gegn Arsenal í Los Angeles og var óttast um að hann yrði lengi frá. Nú er það ljóst að hann verði fjarverandi næstu mánuðina.

„Endurhæfing Yoro hefst núna og við hlökkum til að fá þennan 18 ára gamla leikmann til baka eftir um það bil þrjá máuði," segir í yfirlýsingu Man Utd.

Mikil meiðslavandræði eru í hópi Man Utd, sérstaklega í öftustu línu. Victor Lindelöf meiddist gegn Liverpool og þá var Jonny Evans veikur og gat lítið spilað. Ungi varnarmaðurinn Will Fish meiddist einnig gegn Liverpool. Þá meiddist framherjinn Rasmus Höjlund gegn Arsenal.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner