Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 05. september 2020 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Atalanta fær Cristian Romero frá Juventus (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Atalanta er búið að ganga frá félagaskiptum argentínska miðvarðarins Cristian Romero sem kemur á tveggja ára lánssamningi frá Juventus.

Juve keypti Romero fyrir 25 milljónir evra en hann kemst ekki í liðið þar sem Ítalíumeistararnir eiga nóg af miðvörðum í heimsklassa.

Atalanta borgar 2-4 milljónir evra fyrir lánssamninginn og getur fest kaup á Romero fyrir 16 milljónir í viðbót. Heildarverðið yrði því 20 milljónir.

Romero er 22 ára og gerði góða hluti að láni hjá Genoa á síðustu leiktíð. Hjá Atalanta mun hann berjast við menn á borð við Mattia Caldara, Jose Palomino og Rafael Toloi um byrjunarliðssæti í þriggja manna varnarlínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner