Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. september 2021 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Yngsti Guðjohnsen kannski enn efnilegri
Icelandair
Andri Lucas með liðsfélögum sínum í landsliðinu fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu.
Andri Lucas með liðsfélögum sínum í landsliðinu fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, sagði frá því á RÚV núna áðan að yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, Daníel Tristan, hefði æft með Víkingum þegar hann var í fríi á Íslandi í sumar.

Daníel Tristan er á 15. aldursári en hann er rétt eins og bróðir sinn, Andri Lucas, á mála hjá Real Madrid á Spáni. Hann var nýverið í U17 landsliðinu.

Andri Lucas er núna í A-landsliðshópnum í fyrsta sinn og spilaði hann sinn fyrsta landsleik gegn Rúmeníu síðasta fimmtudag.

„Andri Lucas er gríðarlega efnilegur. Yngri bróðir hans æfði með okkur Víkingum í sumar og hann er kannski enn efnilegri en Andri Lucas," sagði Arnar á RÚV.

„Genin í þessari Guðjohnsen ætt er eitthvað sem KSÍ þarf eitthvað að athuga með að frysta."

Sveinn Aron, elsti bróðirinn, spilaði sinn fyrsta A-landsleik í mars gegn Liechtenstein en hann er ekki í hópnum að þessu sinni.

Andri Lucas byrjar á bekknum gegn Norður-Makedóníu í leik sem hefst 16:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner