Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 05. september 2022 11:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Stelpurnar okkar vöktu mikla lukku á meðal íbúa í Soesterberg
Icelandair
Berglind Björg, leikmaður PSG, gefur ungum aðdáanda áritun.
Berglind Björg, leikmaður PSG, gefur ungum aðdáanda áritun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stelpurnar okkar æfðu í smábæ í Hollandi í gærkvöldi eftir að hafa ferðast frá Íslandi fyrr um daginn.

Á morgun leikur íslenska liðið sinn síðasta leik í riðlinum í undankeppni HM, hreinan úrslitaleik gegn Hollandi í Utrecht. Sigurliðið kemst beint á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári, Íslandi nægir jafntefli.

Þó Ísland tapi á morgun verður HM-draumurinn þó enn á lífi en liðið þarf þá að komast í gegnum umspil.

Stelpurnar flugu til Hollands snemma í gær og æfðu um kvöldið í blíðskaparveðri. Um 30 stiga hiti var er stelpurnar æfðu í smábænum Soesterberg sem er rétt fyrir utan Utrecht þar sem leikurinn á morgun fer fram.

Það búa um 7000 manns í bænum en æfingin var vel sótt á meðal íbúa. Það er ekki annað hægt að segja stelpurnar okkar hafi vakið mikla lukku á meðal þeirra sem búa í bænum.

Þegar 15 mínútur voru liðnar af æfingunni og upphitun lokið þá var áhorfendum vísað út af svæðinu. Þá var farið í taktík og annað sem ekki mátti fylgjast með.

Það er hefðbundin dagskrá hjá Íslandi í dag, æft verður á keppnisvellinum klukkan 15 að íslenskum tíma. Fyrir æfinguna verður fréttamannafundur þar sem Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sitja fyrir svörum.

Sjá einnig:
Stelpurnar okkar hjálpa agnarsmáu félagi í Hollandi
Myndaveisla: Ísland æfði á velli smáliðs
Athugasemdir
banner
banner