Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 05. september 2022 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Um 150 Íslendingar innan um appelsínugult haf
Icelandair
Það verður fullt af fólki í stúkunni á morgun.
Það verður fullt af fólki í stúkunni á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er búist við mikilli stemningu á Stadion Galgenwaard í Utrecht á morgun þegar Ísland spilar við Holland í lokaleik liðanna í undankeppni HM.

Sigurliðið kemst beint á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Íslandi nægir jafntefli til að komast á HM í fyrsta sinn.

Það er búið að selja 16 þúsund miða á leikinn, en hér er pláss fyrir 23,750 áhorfendur.

Af þessum 16 þúsund miðum sem eru farnir þá er búið að selja 150 þeirra til stuðningsmanna Íslands.

Miðasalan er í fullum gangi og því ekki útilokað að það verði uppselt á morgun. Áhuginn á kvennaboltanum í Hollandi er mikill en árangur landsliðsins hefur verið mjög góður síðustu ár. Þær urðu Evrópumeistarar hér á heimavelli árið 2017.

Um er að ræða einn stærsta fótboltaleik í sögu Íslands, en það yrði gríðarlega stórt afrek að komast beint á HM.
Athugasemdir
banner
banner