Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
   lau 25. október 2025 17:02
Snæbjört Pálsdóttir
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Lárus Orri Sigurðsson þjálfari ÍA
Lárus Orri Sigurðsson þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍA vann góðan 1-0 sigur á liði Aftureldingar í Akraneshöllinni í dag, Aðspurður um tilfinninguna eftir leik svaraði Lárus Orri Sigurðsson þjálfari ÍA 

„Tilfinningin er mjög fín. Eins og þú segir, þá er þetta góður lokapunktur á tímabilinu. Við vorum ósáttir við leikinn fyrir norðan, en við vorum staðráðnir í því að enda tímabilið á high og gerðu það heldur betur.“


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 Afturelding

„Þetta var mjög flottur leikur hjá okkur , þessi leikur hefði átt að fara miklu stærra, þrjú jafnvel fjögur núll, þannig við vorum mun betri í dag. það sem gleður mig líka er að sjá unga leikmenn koma inn og standa sig mjög vel. Þetta er frábær endir á tímabilinu.“

„Þetta hefur verið svolítið skrítin vika. Mikill léttir að hafa tryggt okkur, en að sama skapi voru smá vonbrigði eftir leikinn fyrir norðan. Þannig að þessi leikur fyrir norðan hjálpaði okkur að mótivera okkur fyrir þennan leik, þannig það var lítið mál.“

„Það sem stendur upp úr er bara staðan á félaginu. Félagið er mjög vel stætt í augnablikinu. Það er vel hugsað um hlutina, verið að spila ungum strákum og fylgjast með ungum leikmönnum til að fá þá til félagsins. Það er mjög vel haldið á öllu hérna. Mjög öflug þjálfarateymi alveg niður í yngri flokkana.“

 „Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi, en þegar ég kem hérna inn þá sér maður betur hvað er verið að vinna hlutina vel hérna og það eru bara spennandi hlutir fram undan.“

„Ég er búinn að vera hérna síðustu sex mánuði í rauninni, ég þvælist á milli þegar tækifæri er til þess.“


Athugasemdir
banner