ÍA vann góðan 1-0 sigur á liði Aftureldingar í Akraneshöllinni í dag, Aðspurður um tilfinninguna eftir leik svaraði Lárus Orri Sigurðsson þjálfari ÍA
„Tilfinningin er mjög fín. Eins og þú segir, þá er þetta góður lokapunktur á tímabilinu. Við vorum ósáttir við leikinn fyrir norðan, en við vorum staðráðnir í því að enda tímabilið á high og gerðu það heldur betur.“
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 0 Afturelding
„Þetta var mjög flottur leikur hjá okkur , þessi leikur hefði átt að fara miklu stærra, þrjú jafnvel fjögur núll, þannig við vorum mun betri í dag. það sem gleður mig líka er að sjá unga leikmenn koma inn og standa sig mjög vel. Þetta er frábær endir á tímabilinu.“
„Þetta hefur verið svolítið skrítin vika. Mikill léttir að hafa tryggt okkur, en að sama skapi voru smá vonbrigði eftir leikinn fyrir norðan. Þannig að þessi leikur fyrir norðan hjálpaði okkur að mótivera okkur fyrir þennan leik, þannig það var lítið mál.“
„Það sem stendur upp úr er bara staðan á félaginu. Félagið er mjög vel stætt í augnablikinu. Það er vel hugsað um hlutina, verið að spila ungum strákum og fylgjast með ungum leikmönnum til að fá þá til félagsins. Það er mjög vel haldið á öllu hérna. Mjög öflug þjálfarateymi alveg niður í yngri flokkana.“
„Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi, en þegar ég kem hérna inn þá sér maður betur hvað er verið að vinna hlutina vel hérna og það eru bara spennandi hlutir fram undan.“
„Ég er búinn að vera hérna síðustu sex mánuði í rauninni, ég þvælist á milli þegar tækifæri er til þess.“






















