Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 05. október 2019 12:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daily Mail: De Gea gæti keypt Elche á 16 milljónir punda
Mynd: Getty Images
David de Gea, markvörður Manchester United, er sagður líklegur til að festa kaup á spænska La Liga 2 liðinu Elche.

Ef de Gea festir kaupin er hann sagður þurfa að punga út 16 milljónum punda.

Jose Sepulcre, meirihluta eigandi í Elche, hefur undanfarið reynt að losa sig við hlut sinn í félaginu en lítið hefur gengið.

Daily Mail og fleiri erlendir miðlar hafa greint frá því að de Gea sé líklegur kaupandi félagsins. De Gea er mikið tengdur félaginu, hann á ársmiða á völlinn og ólst upp á svæðinu. Faðir David fæddist á svæðinu.

Kaupi de Gea félagið væru það ekki einsdæmi í spænska boltanum en Gerard Pique, liðfsfélagi de Gea hjá landsliðinu, keypti FC Andorra í fyrra og keypti nýlega hlut í Gimnastic félaginu.

Elche er um þessar mundir í 12. sæti næstefstu deildar á Spáni. Liðið lék síðast í La Liga tímabilið 2014-15.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner