Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   mán 05. október 2020 17:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alex Telles til Man Utd (Staðfest)
Manchester United er búið að fá sinn fyrsta leikmann á þessum gluggadegi. Vinstri bakvörðurinn Alex Telles er kominn til United frá Porto í Portúgal.

Telles er 27 ára gamall og á hann einn A-landsleik að baki fyrir Brasilíu.

Talið er að hann kosti Man Utd 15 milljónir evra en það gæti hækkað upp í 18 milljónir evra.

Telles er ekki eini leikmaðurinn sem Man Utd er að kaupa í dag. Það er á von á tilkynningu varðandi sóknarmanninn Edinson Cavani og United er að eltast við það að fá kantmanninn Ousmane Dembele á láni frá Barcelona.

Athugasemdir