mán 05. október 2020 22:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cavani fær sjöuna frægu - Partey númer 18
Cavani samdi við Man Utd í kvöld
Cavani samdi við Man Utd í kvöld
Mynd: Getty Images
Flestir stuðningsmenn Manchester United höfðu vonast til þess að Jadon Sancho myndi taka treyju númer 7 hjá Manchester United en svo verður ekki - að minnsta kosti ekki í bili.

Sancho, sem var orðaður við Man Utd í allt sumar, verður áfram hjá Dortmund.

Man Utd er þó komið með nýjan leikmann í treyju númer 7. Það er sóknarmaðurinn Edinson Cavani sem fær það númer, en franski blaðamaðurinn Mohamed Bouhafsi greinir frá þessu.

Hinn 33 ára gamli Cavani samdi við Man Utd í kvöld. Hann kemur á frjálsri sölu eftir að hafa ekki fengið nýjan samning hjá Paris Saint-Germain.

Treyjunúmerið sjö er goðsagnakennt hjá Man Utd. Leikmenn eins og George Best, Eric Cantona og Cristiano Ronaldo hafa spilað í treyju númer sjö hjá félaginu, en undanfarið hefur leikmönnum í þessu treyjunúmeri ekki vegna vel hjá félaginu. Síðasta dæmið um það er Alexis Sanchez.

Thomas Partey gekk í raðir Arsenal fyrir 50 milljónir evra. Þessi spræki miðjumaður fær treyju númer 18 hjá Arsenal.

Athugasemdir
banner
banner
banner