Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 05. október 2020 15:52
Ívan Guðjón Baldursson
Choupo-Moting hefur aldrei verið keyptur á ferlinum
Mynd: Getty Images
Evrópumeistarar FC Bayern staðfestu komu Eric Maxim Choupo-Moting til félagsins fyrr í dag.

Choupo-Moting skrifaði undir tveggja ára samning við Bayern en hann kom á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Paris Saint-Germain rann út í sumar.

Choupo-Moting er undarlegt tilfelli af knattspyrnumanni. Bayern er sjöunda félagið sem hann spilar fyrir á ferlinum en hann hefur aldrei verið keyptur. Þessi kamerúnski landsliðsmaður hefur alltaf skipt um félag á frjálsri sölu nema einu sinni þegar hann fór á lánssamningi.

Hann byrjaði atvinnumannaferilinn hjá Hamburger SV í Þýskalandi og var svo lánaður til Nürnberg áður en hann skipti yfir til Mainz á frjálsri sölu.

Choupo-Moting býr yfir mikilli reynslu úr þýska boltanum en hann hélt næst til Schalke og spilaði 106 leiki þar áður en hann skipti yfir til Stoke City sumarið 2017 og féll úr ensku úrvalsdeildinni. Ári síðar var hann kominn til Parísar.

Ferill Eric Maxim Choupo-Moting:
2007-2011 Hamburger SV
2009-2010 Nürnberg (lán)
2011-2014 Mainz
2014-2017 Schalke
2017-2018 Stoke
2018-2020 PSG
2020- FC Bayern
Athugasemdir
banner
banner
banner