Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 05. október 2020 22:06
Ívan Guðjón Baldursson
Fulham fær Andersen frá Lyon (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Fulham er búið að staðfesta komu danska miðvarðarins Joachim Andersen á eins árs lánssamningi með kaupmöguleika.

Andersen var gríðarlega eftirsóttur í fyrra eftir að hafa átt frábært tímabil með Sampdoria í Serie A. Arsenal reyndi meðal annars að kaupa Andersen en hann kostaði alltof mikið og endaði hjá Lyon fyrir 24 milljónir evra + 6 í aukagreiðslur.

Scott Parker sárvantaði miðvörð í leikmannahóp sinn hjá Fulham en liðið er búið að tapa fyrstu fjórum leikjum úrvalsdeildartímabilsins.

Fulham er þá búið að krækja í tíu leikmenn í sumarglugganum. Kenny Tete, Ola Aina, Ademola Lookman, Alphonse Areola, Harrison Reed, Mario Lemina, Antonee Robinson og Anthony Knockaert. Sumir þessara leikmanna voru á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner