Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 05. október 2020 09:47
Magnús Már Einarsson
KSÍ skoðar áhorfendamál fyrir leikinn við Rúmeníu
Icelandair
Mynd: Guðmundur Karl
UEFA tilkynnti í síðustu viku að áhorfendur verði leyfðir á komandi landsleikjum með ákveðnum takmörkunum.

Ísland mætir Rúmeníu í umspili um sæti á EM næstkomandi fimmmtudag og í kjölfarið eru leikir gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni.

Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli en KSÍ sagðist á föstudag vonast til að 1500 áhorfendur gætu mætt á leikina.

Á miðnætti var samkomubann minnkað niður í 20 manns en KSÍ skoðar nú hvað verður hægt að gera með áhorfendur á landsleikjunum.

„KSÍ er að skoða allar hliðar á nýjustu reglugerð um samkomutakmarkanir m.t.t. áhorfenda á komandi landsleikjum og miðasölu á þá. Nánari upplýsingar verða birtar um leið og málin skýrast," segir á Twitter síðu KSÍ í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner