Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
banner
   fim 05. október 2023 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjögur lið geta fallið í lokaumferðinni - Nokkrar sviðsmyndir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferð Bestu deildar karla fer fram á laugardag og fara allir leikirnir í neðri hlutanum fram á sama tíma. Eitt lið er fallið; Keflavík féll fyrir tveimur umferðum síðan.

Fjögur lið geta fylgt Keflvíkingum niður í Lengjudeildina. Það eru ÍBV, Fylkir, HK og Fram. Eina liðið sem er öruggt í neðri hlutanum er KA.

Lokaumferðin í neðri hlutanum:
14:00 KA-HK (Greifavöllurinn)
14:00 Fylkir-Fram (Würth völlurinn)
14:00 ÍBV-Keflavík (Hásteinsvöllur)

Hvað þarf að gerast svo liðin falli?

A) ÍBV er í fallsæti: tveimur stigum frá öruggu sæti og með verstu markatöluna af liðunum sem geta fallið. Liðið á leik gegn föllnu liði Keflavíkur á heimavelli í lokaumferðinni. ÍBV þarf að vinna til að eiga möguleika á því að halda sæti sínu í deildinni og eina örugga leið liðsins til að bjarga sér frá falli er að vinna með að lágmarki sjö mörkum gegn Keflavík. Sigur með minni mun og hagstæð úrslit á Akureyri eða í Árbænum bjargar liðinu frá falli.

B) Til að Fylkir falli: þá þarf ÍBV að vinna og Fylkir að tapa gegn Fram. Ef Fylkir gerir jafntefli við Fram þarf ÍBV að vinna með fjórum mörkum til að senda Fylki niður.

C) Til að HK falli: þá þarf ÍBV að vinna upp sex marka mismun, HK að tapa og Fylkir að vinna Fram. Fylkir mætti ekki vinna Fram stærra en KA gegn HK, því þá færi Fram niður fyrir HK á markatölu. Ef ÍBV vinnur með fjórum mörkum og Fylkir gerir jafntefli þá má HK ekki tapa með meira en þremur mörkum gegn KA því þá fellur liðið.

D) Til að Fram falli: þá þarf Fram að tapa, ÍBV að vinna og HK að fá a.m.k. stig gegn KA eða tapa með minni mun gegn KA en Fram gegn Fylki. Einnig þarf ÍBV að vinna upp átta marka mismun í markatölu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner