Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 05. október 2024 16:02
Elvar Geir Magnússon
Besta deild kvenna: Sandra María brást á vítapunktinum og Víkingur hirti þriðja sætið
Freyja Stefánsdóttir tryggði Víkingi sigurinn.
Freyja Stefánsdóttir tryggði Víkingi sigurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur endaði í þriðja sæti Bestu deildar kvenna eftir 1-0 útisigur gegn Þór/KA fyrir norðan. Freyja Stefánsdóttir skoraði sigurmark Víkings en liðið þurfti á sigri að halda til að hirða þriða sætið af heimakonum.

Þór/KA nægði jafntefli til að enda í þriðja sæti og hefði getað jafnað metin á 77. mínútu þegar liðið fékk vítaspyrnu. Markadrottningin Sandra María Jessen tók spyrnuna en henni brást bogalistin, skotið hafnaði í stönginni.

Þróttur endaði í fimmta sæti en liðið vann FH auðveldlega í Kaplakrikanum.

Þór/KA 0 - 1 Víkingur R.
0-1 Freyja Stefánsdóttir ('55 )
0-1 Sandra María Jessen ('77 , misnotað víti)
Lestu um leikinn

FH 0 - 3 Þróttur R.
0-1 Caroline Murray ('30 )
0-2 Sæunn Björnsdóttir ('36 )
0-3 Melissa Alison Garcia ('62 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner