Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   lau 05. október 2024 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hafnaði Arsenal og gekk til liðs við Man Utd (Staðfest)
Mynd: Arsenal

Chido Obi-Martin, 16 ára framherji, hefur skrifað undir samning við Man Utd eftir að hafa yfirgefið Arsenal í sumar.


Þessi danski framherji hefur verið ótrúlegur markaskorari fyrir unglingalið Arsenal en hann skoraði m.a. tíu mörk í 14-3 sigri á Liverpool með u16 liði Arsenal. Þá skoraði hann 32 mörk í 18 leikjum með u18 liði Arsenal á síðustu leiktíð.

Þessi félagaskipti hafa verið lengi í kortunum en hafa nú verið staðfest.

Hann flutti frá Danmörku til Englands árið 2020 og gekk til liðs við Arsenal árið 2022. Hann hafnaði fyrsta atvinnumannasamningi sínum hjá Arsenal og ákvað að semja við Man Utd.


Athugasemdir
banner
banner