Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   sun 05. október 2025 19:27
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Nýliðarnir skoruðu fjögur - Gladbach enn án sigurs
Mynd: HSV
Síðustu leikjum helgarinnar er lokið í þýska boltanum og fer deildin í pásu yfir landsleikjahléð sem hefst á morgun.

Nýliðar Hamburger tóku á móti Mainz og áttu svakalegan leik. Þeir leiddu 2-0 eftir fyrri hálfleikinn og urðu lokatölur 4-0.

Albert Sambi Lokonga, fyrrum leikmaður Arsenal, skoraði fyrsta mark leiksins en Rayan Philippe endaði atkvæðamestur með tvennu.

Hamburger er með átta stig eftir sex fyrstu umferðirnar á meðan Mainz situr eftir með svo lítið sem fjögur stig. Slæm byrjun Mainz kemur á óvart eftir gott tímabil í fyrra, en liðið leikur í Sambandsdeildinni.

Botnlið Borussia Mönchengladbach tók svo á móti Freiburg og úr varð jafn og tíðindalítill leikur þar sem bæði lið komust í góðar stöður og fengu hálffæri en tókst ekki að setja boltann í netið.

Niðurstaðan markalaust jafntefli og er Gladbach aðeins komið með þrjú stig. Gladbach er eina liðið í deildinni sem er ennþá án sigurs.

Hamburger 4 - 0 Mainz
1-0 Albert Sambi Lokonga ('6 )
2-0 Rayan Philippe ('10 )
3-0 Jean-Luc Dompe ('52 )
4-0 Rayan Philippe ('61 )

Borussia M. 0 - 0 Freiburg
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 8 8 0 0 30 4 +26 24
2 RB Leipzig 8 6 1 1 16 9 +7 19
3 Stuttgart 8 6 0 2 13 7 +6 18
4 Dortmund 8 5 2 1 14 6 +8 17
5 Leverkusen 8 5 2 1 18 11 +7 17
6 Eintracht Frankfurt 8 4 1 3 21 18 +3 13
7 Hoffenheim 8 4 1 3 15 13 +2 13
8 Köln 8 3 2 3 12 11 +1 11
9 Werder 8 3 2 3 12 16 -4 11
10 Union Berlin 8 3 1 4 11 15 -4 10
11 Freiburg 8 2 3 3 11 13 -2 9
12 Wolfsburg 8 2 2 4 9 13 -4 8
13 Hamburger 8 2 2 4 7 11 -4 8
14 St. Pauli 8 2 1 5 8 14 -6 7
15 Augsburg 8 2 1 5 12 20 -8 7
16 Mainz 8 1 1 6 9 16 -7 4
17 Heidenheim 8 1 1 6 7 16 -9 4
18 Gladbach 8 0 3 5 6 18 -12 3
Athugasemdir
banner