Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. nóvember 2019 16:36
Elvar Geir Magnússon
Liverpool spilar tvo daga í röð - Tveir leikmannahópar
Birmingham 17. desember og Katar 18. desember
Rosaleg dagskrá hjá Liverpool í desember.
Rosaleg dagskrá hjá Liverpool í desember.
Mynd: Getty Images
Ákveðið hefur verið að deildabikarleikur Aston Villa og Liverpool muni fara fram 17. desember, á upprunalegri dagsetningu. Liverpool mun því spila tvo daga í röð, í sitthvorri heimsálfunni, en félagið segir að leikmannahópnum verði skipt í tvennt fyrir þessi verkefni.

18. desember mun Liverpool leika undanúrslitaleik á HM félagsliða í Katar.

Í yfirlýsingu frá Liverpool segir að notaðir verði tveir leikmannahópar og þetta sé besta lausnin fyrir félagið, keppnina og önnur félög. Aðrar dagsetningar hafi verið skoðaðar en þetta sé niðurstaðan.

Eftir að Liverpool komst áfram í deildabikarnum þá sagði Jurgen Klopp mögulegt að liðið myndi draga sig úr keppninni. Félagið ákvað þó að fara ekki þá leið.

Í yfirlýsingu frá ensku deildasamtökunum segir að Liverpool hafi skuldbundið sig til að tefla fram liði í deildabikarnum sem ekki sé langt frá því sem notað hefur verið á fyrri stigum keppninnar.

Leikir Liverpool síðari hlutann í desember
14. desember - Liverpool-Watford
17. desember - Aston Villa-Liverpool (deildabikarinn)
18. desember - Undanúrslit á HM félagsliða
21. desember - Úrslit á HM félagsliða?
26. desember - Leicester-Liverpool
29. desember - Liverpool-Wolves
Athugasemdir
banner
banner
banner