banner
   fim 05. nóvember 2020 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir kvöldsins: Willock og Lo Celso bestir
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Joe Willock var besti maður vallarins er Arsenal lagði Molde að velli í Evrópudeildinni fyrr í kvöld.

Bernd Leno var versti maður vallarins samkvæmt einkunnagjöf Sky Sports en markið sem Molde skoraði skrifast að stórum hluta á hann.

Willock var sá eini sem skaraði framúr og kórónaði góða frammistöðu með marki undir lokin.

Arsenal: Leno (5), Maitland-Niles (6), Mustafi (7), Luiz (7), Kolasinac (6), Ceballos (7), Xhaka (7), Willian (7), Willock (8), Pepe (7), Nketiah (7).
Varamenn: Soares (6), Saka (7)

Molde: Linde (6), Wingo (7), Bjornbak (7), Gregersen (7), Haugen (6), Aursnes (6(, Eikrem (7), Hussain (6), Elllingsen (7), Omoijuanfo (6), Bolly (6).
Varamenn: Sinyan (5), Knudtzon (6), James (6), Brynhildsen (6)



Giovani Lo Celso var þá maður leiksins er Tottenham lagði Ludogorets að velli.

Harry Kane spilaði aðeins fyrri hálfleikinn en skoraði og lagði upp í þægilegum sigri. Heung-min Son kom inn í síðari hálfleik og þótti hann bestur ásamt Kane, Lo Celso og Lucas Moura.

Enginn í liði Tottenham fékk undir 7 í einkunn að undanskildum varamönnunum. Carlos Vinicius fékk aðeins 5 fyrir seinni hálfleikinn á meðan Tanguy Ndombele og Steven Bergwijn fengu 6.

Tottenham: Hart (7), Doherty (7), Alderweireld (7), Dier (7), Davies (7), Winks (7), Sissoko (7), Lo Celso (8), Bale (7), Lucas (8), Kane (8)
Varamenn: Vinicius (5), Son (8), Ndombele (6), Hojbjerg (7), Bergwijn (6)



Rangers náði þá að gera jafntefli við Benfica í Portúgal. Leikurinn var fjörugur og björguðu heimamenn stigi í uppbótartíma.

Benfica lék manni færri eftir að Nicolas Otamendi braut af sér sem aftasti maður og lét reka sig af velli.

Lærisveinar Steven Gerrard voru betri stærsta hluta leiksins og óheppnir að fá þrjú mörk á sig.

Alfredo Morelos var maður leiksins og skoraði hann sitt 22. mark fyrir Rangers í Evrópukeppni. Hann er þar með orðinn markahæstur í sögu félagsins í Evrópu, með einu marki meira en Ally McCoist.

Benfica: Vlachodimos (6), Goncalves (7), Otamendi (5), Vertonghen (6), Tavares (6), Weigl (6), Rafa Silva (8), Pizzi (7), Taarabt (6), Everton (6), Seferovic (5)
Varamenn: Gilberto (6), Grimaldo (6), Nunez (8), Waldschmidt (6), Jardel (6)

Rangers: McGregor (6), Tavernier (8), Goldson (6), Helander (5), Barisic (7), Jack (7), Davis (8), Kamara (8), Aribo (7), Kent (7), Morelos (9)
Varamaður: Arfield (7)



James Maddison var þá bestur er Leicester skoraði fjögur gegn portúgalska liðinu Braga.

Maddison fékk 8 í einkunn eins og Kelechi Iheanacho sem skoraði tvennu.

Flestir aðrir í liðinu fengu 7 í einkunn en Jamie Vardy kom ekki við sögu enda verið að hvíla hann fyrir leik gegn Wolves um helgina.

Bruno Viana varnarmaður Braga var versti leikmaður vallarins og fékk 4 í einkunn frá Sky.

Leicester: Schmeichel (7), Justin (6), Fofana (7), Fuchs (7), Albrighton (7), Tielemans (7), Choudhury (7), Thomas (6), Under (7), Maddison (8), Iheanacho (8).
Varamenn: Morgan (6), Praet (7), Barnes (6), Perez (7).

Braga: Matheus (6), Esgaio (5), Viana (4), Carmo (5), Silva (5), Horta (5), Musrati (5), Novais (6), Paulinho (5), Ruiz (6), Galeno (5).
Varamenn: Medeiros (5), Guimaraes (5), Gaitan (5), Castro (5), Moura (5).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner