Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 05. nóvember 2020 15:23
Elvar Geir Magnússon
Southgate um Greenwood: Betra fyrir hann að vera hjá félagi sínu
Greenwood lætur fara vel um sig í flugvél.
Greenwood lætur fara vel um sig í flugvél.
Mynd: Getty Images
Mason Greenwood, sóknarmaður Manchester United, var ekki valinn í enska landsliðshópinn sem mætir Írlandi, Belgíu og Íslandi.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var spurður að því af hverju Greenwood hafi ekki verið valinn en Phil Foden, miðjumaður Manchester City, hafi hinsvegar verið valinn.

Báðum var vísað úr hópnum í september eftir að hafa brotið sóttvarnareglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur í heimsókn til sín á hótel í Reykjavík.

„Þeir koma ekki sem par. Þeir eru einstaklingar sem eru með sýna styrkleika og hæfileika," segir Southgate.

„Við horfum á jafnvægið í hópnum. Phil hefur spilað nokkuð mikið með sínu liði að undanförnu og Mason hefur fengið minni spiltíma með United."

„Ég átti gott spjall við Ole Gunnar Solskjær um hans þróun. Ég tel að það sé betra fyrir hann að vera hjá félagi sínu á þessari stundu og sjáum hvernig það þróast næstu mánuði. Þetta tengist ekkert því sem gerðist í september. Þeir voru báðir fáanlegir núna og verða báðir mjög góðir leikmenn. Það er enginn vafi."
Athugasemdir
banner