Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 05. desember 2020 11:10
Ívan Guðjón Baldursson
Guðný Árnadóttir til AC Milan (Staðfest) - Lánuð til Napoli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AC Milan er búið að festa kaup á Guðnýju Árnadóttur sem er fædd 2000 og lék 16 leiki með Val í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.

Guðný er öflugur varnarmaður sem á yfir 100 leiki að baki fyrir Val og FH í íslenska boltanum, auk þess að eiga 8 A-landsleiki og 40 leiki fyrir yngri landsliðin.

Guðný verður lánuð til Napoli út keppnistímabilið svo hún fái tækifæri til að aðlagast ítalska boltanum áður en hún byrjar að spila fyrir Milan.

Bæði lið leika í efstu deild. Milan er í öðru sæti með 21 stig eftir 8 umferðir, þremur stigum eftir Juventus. Napoli er á botninum með eitt stig, fjórum stigum eftir San Marínó í öruggu sæti.

Guðný er ekki fyrsti Íslendingurinn til að ganga í raðir Milan en Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði góða hluti þar í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner