Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 05. desember 2021 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Blikar að sækja annan leikmann frá Suður-Ameríku?
Óskar Hrafn Þorvaldsson er að horfa til Suður-Ameríku
Óskar Hrafn Þorvaldsson er að horfa til Suður-Ameríku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik ætlar að halda áfram að sækja leikmenn til Suður-Ameríku en félagið gæti nú verið að krækja í sóknarmann þaðan en þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær.

Blikar gengu frá samningum við Juan Camilo Perez, 22 ára gamlan vængmann frá Venesúela í nóvember.

Sjá einnig:
Breiðablik sækir leikmann frá Suður-Ameríku (Staðfest)

Sögurnar segja nú að Blikar séu að skoða annan leikmann frá Suður-Ameríku en sá spilar stöðu framherja.

„Ég heyrði að það væri annar Suður-Ameríkumaður að koma og það væri sóknarmaður. Þeir verða væntanlega tveir frá Suður-Ameríku," sagði Elvar Geir.

„Ég held að þetta sé í gegnum sömu lúppu og Leiknis, Suður-Ameríkurmennirnir. Það er eitthvað aðeins verið að horfa til Íslands hvað þetta varðar."

Tómas Þór Þórðarson sagði að hann hefði góða tilfinningu fyrir þessum leikmönnum og þeir gætu komið verulega á óvart næsta sumar.

„Merkilegur fyrri gæinn sem kom. Umfjöllunin í kringum hann, viðtöl á Twitter og einhver með ítarleg viðtöl hvert hann væri að fara og væri mest vaxandi leikmaður í deildinni þar sem hann var að spila og kemur til Íslands."

„Það er tilfinning að þetta verði eitthvað bull og það á góðan máta,"
sagði hann ennfremur.
Útvarpsþátturinn - Ferðalag til Englands, Jón Daði og Víkingar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner