
Þegar Birkir Már Sævarsson spilaði með íslenska landsliðinu á HM 2018 þá þurfti hann að taka sér frí frá vinnu á meðan.
Birkir hafði fyrir heimsmeistaramótið samið við uppeldisfélag sitt, Val, en samhliða því vann hann hjá Saltverk þar sem hann vann við dreifingu á salti.
„Ég sagði þeim þegar ég sótti um að ég yrði sennilega í burtu allan júní mánuð. Það var tekið vel í það og ég fékk vinnuna. Þetta eru allt fótboltaáhugamenn og þeir voru bara ánægðir með þetta," sagði Birkir í samtali við Fótbolta.net sumarið 2018
Um helgina má segja að Birkir hafi fengið heimsathygli því þá birtist við hann viðtal í Daily Star, stórum fjölmiðli í Bretlandi, þar sem hann ræðir um HM-mót Íslendinga fyrir fjórum árum. Birkir fór úr saltinu í það að spila við Lionel Messi, einn besta fótboltamann sögunnnar.
Í dag starfar Birkir Már sem íþróttakennari ásamt því að spila með Val. „Eldri krakkarnir muna eftir Íslandi á HM. Yngri krakkarnir hafa enga hugmynd," segir Birkir.
Athugasemdir