
Senegal er úr leik á HM eftir tap gegn Englandi í 16-liða úrslitum í gær.
Stærsta stjarna Senegal, Sadio Mane, gat ekki tekið þátt á mótinu vegna meiðsla sem hann hlaut í leik með Bayern Munchen rétt áður en mótið hófst.
Mane sendi landsliðsmönnum Senegal skilaboð á Instagram eftir leikinn í gær.
„Kæru bræður, fólkið er mjög stolt af verðalaginu ykkar. Senegalska fólkið er svo stolt af ykkur að hafa varið þjóðfánann með reisn. Haldið áframað læra og gangi ykkur vel. Við munum vinna í fleiri titla," skrifaði Mane á Instagram.
Athugasemdir