Þau sorglegu tíðindi bárust í morgun að Kath Phipps væri látin. Hún var ritari hjá Manchester United í fjöldamörg ár og var elskuð innan félagsins, af leikmönnum sem og öðrum.
Kath hóf vegferð sína hjá félaginu árið 1968 og gegndi hinum ýmsu störfum hjá Man Utd.
Kath hóf vegferð sína hjá félaginu árið 1968 og gegndi hinum ýmsu störfum hjá Man Utd.
Hún var ávallt til staðar í móttökunni á Carrington æfingasvæðinu og tók þar vel á móti öllum.
Margir núverandi og fyrrverandi leikmenn Man Utd hafa minnst hennar á samfélagsmiðlum.
Þar á meðal er Wayne Rooney, mögulega besti leikmaður í sögu félagsins.
„Hjartað og sálin í Manchester United. Hún var allt sem félagið snýst um. Goðsögn sem verður sárt saknað. Takk fyrir minningarnar, Kathy. Hugsanir mínar eru hjá vinum og fjölskyldu hennar," skrifar Rooney og birtir skemmtilegar myndir með.
Á meðal annarra sem hafa minnst hennar eru Harry Maguire, Diogo Dalot, Patrice Evra, David de Gea, Jadon Sancho, Mary Earps og Marcus Rashford.
Wayne Rooney pays an emotional tribute to long-standing #mufc employee Kath Phipps on his Instagram page.
— Nathan Salt (@NathSalt1) December 5, 2024
“A legend who will be greatly missed..” pic.twitter.com/MtuGnV1dbx
Athugasemdir