Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 05. desember 2024 14:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jason Daði var sjóðheitur og fékk mikið lof
Jason Daði Svanþórsson.
Jason Daði Svanþórsson.
Mynd: Grimsby
Mosfellingurinn Jason Daði Svanþórsson átti stórleik með Grimsby Town í miðri viku þegar liðið vann 5-2 sigur gegn Accrington Stanley í ensku D-deildinni.

Hann tók góð hlaup og var að fara illa með varnarmenn Accrington í leiknum. Þegar rúmur hálftími var liðinn fiskaði hann vítaspyrnu fyrir sitt lið og var það Jordan Davies sem tók spyrnuna og kom Grimsby í 4-0.

Jason var óheppinn að skora ekki í leiknum. Sending kom fyrir markið þar sem Jason var klár í að pota boltanum í netið en Sonny Aljofree, leikmaður Accrington, fór fyrir boltann og setti hann í eigið net.

Jason var valinn maður leiksins en hann fékk einnig mikið hrós frá stuðningsmönnum liðsins.

„Þetta er sá Svanþórsson sem við höfum öll verið að bíða eftir," skrifaði einn stuðningsmaðurinn en hér fyrir neðan má sjá brot af umræðunni eftir leikinn.







Athugasemdir
banner
banner
banner