Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 05. desember 2024 11:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KSÍ ekki enn sett sig í samband við Víkinga
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki enn sett sig í samband við Víkinga vegna Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara liðsins.

Þetta segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkinga, í samtali við Fótbolta.net.

Eftir að tilkynnt var að Age Hareide væri hættur sem landsliðsþjálfari sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, að efst á blaði væri að ráða íslenskan þjálfara.

Þeir Arnar og Freyr Alexandersson, þjálfari Kortrijk, eru taldir langlíklegastir þegar horft er til næsta landsliðsþjálfara og eru augljósustu kostirnir. Arnar hefur sagt það heiður að vera orðaður við starfið og Freyr sagði nýlega að hann myndi ræða við KSÍ ef óskað yrði eftir því. Líklegt er að KSÍ muni vilja ræða við þá báða.

En það virðist vera rólegt enn sem komið er.

Fyrsta verkefni nýs landsliðsþjálfara, hver sem það verður, er umspilið í mars þar sem Ísland mætir Kósovó í tveimur leikjum um að spila áfram í B-deild Þjóðadeildarinnar. Liðið sem tapar verður í C-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner