Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. janúar 2021 17:00
Magnús Már Einarsson
Kvennalandsliðið stefnir á vináttuleiki í apríl og júní
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér sæti á EM í Englandi í síðasta mánuði en keppnin fer ekki fram fyrr en sumarið 2022.

Eitt og hálft ár er því til undirbúnings en stefnt er á að liðið spili æfingaleiki í landsleikjagluggum bæði í apríl og júní.

Landsleikjahlé er einnig í febrúar en óvissa er með þann glugga vegna kórónuveirunnar að sögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ.

„Vitum ekki hvað verður með febrúar gluggann vegna Covid. Apríl glugginn er í vinnslu, sama með júní. Gerum ráð fyrir að spila vináttuleiki í báðum þeim gluggum," sagði Klara við Fótbolta.net í dag.

Undankeppni HM hefst síðan næsta haust og Ísland spilar nokkra leiki þar áður en kemur að lokakeppni EM á Englandi. Dregið verður í riðla í undankeppni HM þann 30. apríl.

Eins og Fótbolti.net greindi frá í dag er stefnt á að ráða nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði en KSÍ ætlar að taka starfsviðtöl við mögulega þjálfara á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner