Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 06. janúar 2022 21:45
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Napoli sótti gott stig gegn Juventus - Fjórir lykilmenn með Covid
Dries Mertens skorar mark sitt gegn Juventus
Dries Mertens skorar mark sitt gegn Juventus
Mynd: EPA
Federico Chiesa jafnaði metin í síðari hálfleik
Federico Chiesa jafnaði metin í síðari hálfleik
Mynd: EPA
Juventus 1 - 1 Napoli
0-1 Dries Mertens ('23 )
1-1 Federico Chiesa ('54 )

Juventus og Napoli gerðu 1-1 jafntefli á Allianz-leikvanginum í Tórínó í Seríu A í kvöld en gestirnir eflaust sáttir með stigið í ljósi þess að það vantaði nokkra lykilmenn.

Napoli spilaði án Victor Osimhen, Mario Rui, Fabian og Hirving Lozano í kvöld en allir eru í sóttkví eftir að smit kom upp í hóp ítalska liðsins. Allir eru fastamenn í liði Napoli og því mikil blóðtaka.

Juventus ógnaði fyrstu mínútur leiksins en liðið náði þó aldrei að skapa sér almennilegt færi í fyrri hálfleiknum. Dries Mertens náði forystunni fyrir Napoli á 23. mínútu. Lorenzo Insigne átti sendingu á Matteo Politano, sem lagði boltann fyrir Mertens. Hann lét vaða í vinstra hornið og í netið. Matthijs de Ligt reyndi að hreinsa frá en það heppnaðist ekki.

Eftir markið var Napoli alltaf líklegri aðilinn til að skora næsta mark og var Juventus hugmyndasnautt í sóknarleiknum.

Heimamenn komu tvíefldir í síðari hálfleikinn og náðu inn jöfnunarmarki á 54. mínútu. Federico Chiesa gerði það eftir að Amir Rrahmani hreinsaði út á Chiesa sem átti gott skot, sem fór af Stanislav Lobotka, og í netið.

Juventus fékk nokkur ágætis færi til að skora en David Ospina var öruggur í markinu. Í uppbótartíma gat Moise Kean náði í öll stigin fyrir heimamenn en skalli hans fór yfir eftir fyrirgjöf frá Juan Cuadrado. Lokatölur 1-1 í kvöld og Napoli í 3. sæti með 40 stig en Juventus í 5. sæti með 35 stig.

JUVENTUS (4-3-3): Wojciech Szczesny; Juan Cuadrado, Matthijs de Ligt, Daniele Rugani, Alex Sandro; Weston McKennie, Adrien Rabiot, Manuel Locatelli; Federico Bernardeschi, Alvaro Morata, Federico Chiesa.

NAPOLI (4-2-3-1): David Ospina; Giovanni Di Lorenzo, Juan Jesus, Amir Rrahmani, Faouzi Ghoulam; Diego Demme, Stanislav Lobotka; Lorenzo Insigne, Matteo Politano, Piotr Zielinski; Dries Mertens.
Athugasemdir
banner
banner
banner