Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 06. janúar 2022 18:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Torino ætlar að krækja í Róbert Quental
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Quental Árnason er samkvæmt heimildum Fótbolta.net nálægt því að ganga í raðir Torino á Ítalíu.

Róbert er sextán ára Leiknismaður sem lék einn keppnisleik með meistaraflokki á síðasta tímabili og á að baki tvo leiki með U17 landsliðinu. Hann var í ÍR á yngra árinu í 4. flokki áður en hann færði sig yfir í Leikni á eldra árinu.

Á síðasta ári höfðu bæði Malmö og Lecce áhuga á leikmanninum sem komst í fréttirnar fyrir tveimur árum síðan þegar hann skoraði sigurmark Leiknis í Reykjavíkurmótinu einungis fjórtán ára gamall.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, sagði við Fótbolta.net í dag að Torino hefði lagt fram tilboð í Róbert.

„Þetta er komið vel á veg en það er ekki frágengið," sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Róberts.


Athugasemdir
banner
banner
banner