Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 06. febrúar 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Babacarr Sarr eftirlýstur - Ákærður fyrir nauðganir
Mynd: Getty Images
Norska blaðið Nettavisen greinir frá því dag að tvö dómsmál séu í gangi í Noregi gegn Babacar Sarr, fyrrum miðjumanni Molde. Búið er að gefa út handtökuskipun en Sarr er eftirlýstur hjá Interpol.

Hinn 28 ára gamli Sarr er frá Senegal en hann spilaði með Selfyssingum árið 2011 og 2012 þar sem hann vakti athygli félaga á Norðurlöndunum.

Sarr spilaði með Molde frá 2013 til 2018 og nokkrum sinnum á þeim tíma var hann sakaður um að hafa nauðgað konum í Noregi.

Nettaveisen segir að tvær ákærur séu á hendur honum í Noregi vegna nauðgana og að beðið sé eftir að handtaka Sarr til að hægt sé að taka málin fyrir.

Síðastliðinn vetur fór Sarr til Yenisey Krasnoyarsk í Rússlandi en hann spilar í dag með Damac í Sádi-Arabíu. Noregur er ekki með framsalssamning við Sádi-Arabíu og því hefur ekki tekist að handtaka Sarr ennþá.

Lesa má meira um málið á vef Nettavisen
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner