Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 06. febrúar 2021 17:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum leikmaður ÍBV skoraði hjá Jökli
Jökull á unglingalandsliðsæfingu.
Jökull á unglingalandsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn efnilegi Jökull Andrésson var í markinu hjá Exeter þegar liðið vann mikilvægan sigur í ensku D-deildinni í dag.

Exeter tók á móti Bradford á heimavelli sínum og lenti undir á 17. mínútu þegar Charles Vernam, fyrrum leikmaður ÍBV, skoraði fram hjá Jökli.

Exeter jafnaði metin á 42. mínútu en Bradford leiddi í hálfleiknum, 1-2. Þeir skoruðu annað mark sitt rétt fyrir leikhlé.

Það gekk betur í seinni hálfleiknum hjá Exeter og þeim tókst að snúa leiknum við. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á 79. mínútu leiksins.

Exeter hefur unnið tvo leiki í röð núna og er komið upp í fimmta sæti, sem er umspilssæti. Liðin sem enda í þriðja til sjötta sæti deildarinnar fara í umspil um sæti í C-deildinni.

Jökull, sem er 19 ára, er í láni frá Reading hjá Exeter út þetta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner