Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 06. febrúar 2023 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Courtois gæti misst af fyrri leiknum gegn Liverpool
Frábær í úrslitaleiknum gegn Liverpool síðasta vor.
Frábær í úrslitaleiknum gegn Liverpool síðasta vor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thibaut Courtois, markmaður Real Madrid, átti að byrja leikinn gegn Mallorca í spænsku deildinni í gær en meiddist í upphitun.

Hann fer í frekari skoðanir í dag og Carlo Ancelotti, stjóri liðsins, vildi lítið tjá sig um Courtois eftir leikinn í gær.

„Hann fann fyrir einhverju í upphitun og hann fer í skoðanir á morgun til að sjá hvað vandamálið er. Þetta var allavega það alvarlegt að hann spilaði ekki leikinn," sagði Ancelotti.

Real mætir Liverpool eftir tvær vikur í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni. Það er ljóst að það yrði mikið áfall fyrir Real að missa Courtois úr liðinu. Fyrir eru þeir Karim Benzema og Eder Militao frá vegna meiðsla.

Andriy Lunin varði mark Real í gær í 1-0 tapi gegn Mallorca á útivelli.
Athugasemdir
banner