Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. febrúar 2023 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þessi leikmaður mun færa okkur 100 milljónir evra"
 Mohammed Kudus.
Mohammed Kudus.
Mynd: Getty Images
Mohammed Kudus er leikmaður sem þykir gríðarlega spennandi, en hann er á mála hjá Ajax í Hollandi.

Þessi 22 ára gamli leikmaður gekk í raðir Ajax frá Nordsjælland í Danmörku sumarið 2020 fyrir 9 milljónir evra.

Kudus, sem getur leyst fjölmargar stöður á vellinum, hefur verið að leika vel á þessu tímabili og er hann búinn að skora tólf mörk í 25 leikjum fyrir hollenska félagið.

Rafael van der Vaart, fyrrum landsliðsmaður Hollands, ræddi um Kudus í hollenska sjónvarpinu í gær. Þar greindi hann frá spjalli sem hann átti við Marc Overmars, fyrrum yfirmann fótboltamála hjá Ajax, um leikmanninn.

„Þegar ég sá Kudus spila í fyrsta sinn í æfingaleik þá talaði ég við Overmars og hann sagði við mig: 'Rafael, þetta eru bestu kaup sem ég hef gert. Þessi leikmaður mun færa okkur 100 milljónir evra'."

Það verður fróðlegt að sjá hvort það muni rætast en leikmaðurinn er nú þegar farinn að vekja áhuga stærstu félaga Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner