Reynsluboltinn Mark Hughes hefur verið ráðinn stjóri Carlisle United sem leikur í ensku D-deildinni.
Félagið er sem stendur á botni D-deildarinnar með 21 stig úr 28 leikjum. Það eru fimm stig í öruggt sæti.
Félagið er sem stendur á botni D-deildarinnar með 21 stig úr 28 leikjum. Það eru fimm stig í öruggt sæti.
Hughes stýrði síðast Bradford City en hann var rekinn þaðan í október 2023. Það var hans fyrsta þjálfarastarf í fjögur ár.
Hughes stýrði áður Blackburn Rovers, Fulham, Manchester City, Southampton, Stoke og QPR í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að þjálfa velska landsliðið.
Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, var orðaður við Carlisle en Hughes hefur núna verið ráðinn. Gerrad var síðast stjóri Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu.
Athugasemdir