Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 06. mars 2021 15:00
Aksentije Milisic
Andri Rúnar kom Esbjerg á bragðið - Enn heldur Jökull hreinu
Andri skoraði í dag.
Andri skoraði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spilað er í dönsku 1.deildinni í dag en nú var að ljúka leik Esbjerg og Fremad Amager.

Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Esbjerg sem vann góðan 2-0 heimasigur á Fremad Amager.

Andri Rúnar Bjarnason byrjaði á varamannabekk Esbjerg en hann kom inn á sem varamaður og kom Esbjerg yfir á 70. mínútu leiksins.

Mathias Kristensen skoraði fimm mínútum seinna og þrjú stig í pokann hjá Esbjerg sem situr í öðru sæti deildinnar, fimm stigum á eftir toppliði Viborg. Kjartan Henry fékk gult spjald í leiknum.

Í Hollandi áttust við Almere City FC og Excelsior. Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði gestanna en þeir steinláu í dag. Leiknum lauk með 4-1 tapi en Elías átti þátt í marki gestanna. Excelsior er í tíunda sæti í 1. deildinni.

Exeter City mætti þá Leyton Orient í League 2 deildinni á Englandi í dag. Exeter hefur verið að spila vel að undanförnu og vann liðið öruggan 4-0 sigur í dag. Jökull Andrésson heldur áfram að halda hreinu en hann spilaði allan leikinn í dag.

Exeter er í sjötta sæti deildarinnar sem er umspilssæti.


Athugasemdir
banner
banner