Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. mars 2024 14:12
Elvar Geir Magnússon
Gascoigne segist „sorgleg fyllibytta“ - Býr í gestaherbergi umboðsmanns síns
Gascoigne í september á síðasta ári.
Gascoigne í september á síðasta ári.
Mynd: Getty Images
Paul Gascoigne fyrrum landsliðsmaður Englands lýsir sjálfum sér sem „sorgmæddri fyllibyttu“ og segist búa í gestaherbergi umboðsmanns síns.

Gascoigne, sem er 56 ára, hefur lengi glímt við Bakkus og fór í aðgerð fyrir fjórum árum til að koma í veg fyrir að hann neytti áfengis en það skilaði litlu. Hann segist halda áfram að drekka, oft einn heima.

Hann segist hafa brugðist sjálfum sér með því að snúa sér að áfengi eftir að leikmannaferlinum lauk.

„Ég var ánægð fyllibytta en er það ekki lengur... ég er sorgleg fyllibytta," segir Gascoigne í hlaðvarpsviðtali. „Ég fer ekki út og fæ mér í glas, ég drekk heima."

„Fólk þekkir Paul Gascoigne en enginn þekkir Gazza, ekki ég sjálfur einu sinni."

Gascoigne var gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður og hjálpaði enska landsliðinu að komast í undanúrslit HM 1990. Hann lék alls 57 landsleiki. Hann lék einnig fyrir Newcastle, Tottenham, Lazio, Rangers, Everton og Middlesbrough.

Gascoigne segist hafa heimsótt AA fund um daginn og heldur áfram að reyna að berjast við fíknivandann sem hefur hrjáð hann í fjöldamörg ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner