Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Saúl skipti um skoðun og fór til Brasilíu
Saúl spilaði 427 leiki fyrir Atlético.
Saúl spilaði 427 leiki fyrir Atlético.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn öflugi Saúl Níguez er lentur í Brasilíu þar sem hann er að gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir samning við Flamengo.

Saúl var á leiðinni til Trabzonspor í Tyrklandi þar til á mánudaginn, þegar hann sagðist ekki geta farið þangað af persónulegum ástæðum. Hann birti skilaboð á samfélagsmiðlinum X til að láta vita. Skömmu síðar var hann búinn að samþykkja þriggja og hálfs árs samning frá Flamengo.

Saúl komst að samkomulagi við Atlético um starfslok í sumar þó hann hafi átt eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann yfirgaf félagið þá eftir sautján ára dvöl, að undanskildum lánsdvölum hjá Rayo Vallecano, Chelsea og Sevilla.

Saúl verður því partur af sterku liði Flamengo þar sem hann mun meðal annars leika með Jorginho, Alex Sandro og Giorgian de Arrascaeta.

Saúl er 30 ára gamall og lék 19 leiki á landsliðsferli sínum með A-landsliði Spánar. Hann var algjör lykilmaður upp yngri landsliðin og þótti einn efnilegasti leikmaður í heimi á sínum tíma.
Athugasemdir
banner