Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   fim 06. mars 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Getur breytt öllu að vinna Evrópudeildina
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: EPA
Klukkan 17:45 verður flautað til leiks í fyrri viðureign Real Sociedad og Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Rúben Amorim, stjóri Manchester United, var spurður út í mikilvægi þess að United myndi vinna keppnina.

„Það hefur ekki afgerandi áhrif á framtíð félagsins en það myndi gjörbreyta tímabilinu okkar. Við erum úr leik í bikarkeppnunum og í slæmri stöðu í deildinni. Það myndi breyta miklu fyrir okkur að vinna þessa keppnina, jafnvel breyta því hvernig fólk horfir á þjálfarann. Ég veit að það er mikil pressa," segri Amorim.

„Það eru mikilvægari hlutir í gangi hjá félaginu en að vinna titla eins og staðan er núna. Það er mín skoðun en ég geri mér grein fyrir því að það gæti breytt öllu fyrir okkur á næsta tímabili ef við vinnum Evrópudeildina."

Harry Maguire og Manuel Ugarte eru að glíma við meiðsli og æfðu ekki í gær. Þeir verða ekki með í þessum fyrri leik í kvöld.

Leikir dagsins
17:45 AZ Alkmaar - Tottenham
17:45 Fenerbahce - Rangers
17:45 Steaua Bucharest - Lyon
17:45 Real Sociedad - Man Utd
20:00 Viktoria Plzen - Lazio
20:00 Bodo/Glimt - Olympiakos
20:00 Ajax - Eintracht Frankfurt
20:00 Roma - Athletic Bilbao
Athugasemdir
banner
banner