Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
   mið 05. mars 2025 11:38
Elvar Geir Magnússon
Maguire og Ugarte ekki með á Spáni
Manuel Ugarte.
Manuel Ugarte.
Mynd: EPA
Manchester United hefur lokið sinni síðustu æfingu fyrir Evrópudeildarleikinn gegn Real Sociedad sem fram fer á morgun.

Varnarmaðurinn Harry Maguire og miðjumaðurinn Manuel Ugarte voru ekki með á æfingunni en þeir urðu fyrir minniháttar meiðslum í bikartapinu gehn Fulham.

Simon Stone, íþróttafréttamaður BBC, segir að allt útlit sé fyrir að þeir verði ekki með í leiknum á morgun.

Miðjumaðurinn ungi Toby Collyer tók hinsvegar þátt í æfingunni en hann hefur misst af fjórum síðustu leikjum vegna vöðvameiðsla.

Leikur Real Sociedad og Manchester United á morgun hefst klukkan 17:45 á Spáni. Keppnin er síðasti raunhæfi möguleiki Manchester United á því að vinna titil og spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Orri Steinn Óskarsson er meðal leikmanna Real Sociedad og verður vonandi í byrjunarliðinu á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner