Jose Mourinho, stjóri Fenerbahce, segist vera andstæðan við rasista eftir ásakanir Galatasaray á hans hendur. Mourinho var sakaður um kynþáttafordóma þegar hann sagði að starfsmenn Galatasaray hefðu hoppað um eins og apar í boðvangnum.
„Þeir voru ekki snjallir að saka mig um þetta, þeir eru ekki fróðir um mína fortíð. Þeir þekkja ekki mínar tengingar við Afríku, afrískt fólk, afríska leikmenn og menningu. Ég tel að þetta hafi orðið að búmerangi gegn þeim," segir Mourinho.
Fenerbahce sagði í yfirlýsingu að það væri illgjarnt að reyna að mála Mourinho sem raista og að ummæli hans hafi algjörlega verið tekin úr samhengi. Mourinho hefur sjálfur krafist þess að fá skaðabætur frá Galatasaray.
„Allir þekkja það neikvæða í mínu fari en þetta er ekki eitt af því. Ég er algjör andstæða við rasista. Ég þakka þeim sem komu mér til varnar, sérstaklega mínum fyrrum leikmönnum."
Didier Drogba og Michael Essien, sem báðir léku undir stjórn Mourinho hjá Chelsea, komu honum til varnar eftir ásakanir Galatasaray.
Mourinho var dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir ummæli um tyrkneska dómara og vanvirðingu í garð andstæðingsins en sú refsing var svo milduð niður í tveggja leikja bann.
Athugasemdir