Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Drogba: Hvernig getur pabbi minn verið rasisti?
Mourinho faðmar hér Drogba vinstra megin á myndinni.
Mourinho faðmar hér Drogba vinstra megin á myndinni.
Mynd: EPA
Didier Drogba hefur komið Jose Mourinho, sínum gamla stjóra, til varnar eftir að hann var sakaður um rasisma.

Mourinho, sem Fenerbahce í Tyrklandi, sagði í viðtali eftir markalaust jafntefli gegn Galatasaray að menn á varamannabekknum hjá Galatasaray hefðu hoppað um eins og apar. Þá sagði hann að það hefði orðið stórslys ef tyrkneskur dómari hefði dæmt leikinn en tyrkneska fótboltasambandið ákvað að fá slóvenskan dómara til starfa í leiknum.

Galatasaray hefur hótað því að kæra Mourinho til UEFA og FIFA fyrir rasisma en Fenerbahce sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið sagði það illgjarnt að mála Mourinho upp sem rasista.

Drogba hefur núna blandað sér í málið en hann þekkir Mourinho gríðarlega vel. Drogba spilaði á sínum tíma fyrir Galatasray.

„Treystið mér. Ég hef þekkt Jose í ótal ár og hann er ekki rasisti. Sagan sannar það. Hvernig getur pabbi minn verið rasisti?" sagði Drogba og hvatti Galatasray til dáða inn á fótboltavellinum.

Galatasaray er á toppi tyrknesku deildarinnar, sex stigum á undan Fenerbahce sem er í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner